27.05.2022
Á miðvikudaginn var stór dagur á Akrasel þegar leikskólinn tók á móti sjötta Grænfána Landverndar og staðffestingu þess efnis að vera fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi. En sama dag var sumarhátíð leikskólans haldin. Íþróttaálfurinn kom í heimsókn ásamt Sollu stirðu kl. 13.30 og kl.14.00 grillaði foreldrafélagið pylsur fyrir börnin, starfsfólk og fjölskyldur barnanna. Hérna má sjá nokkrar myndir
20.05.2022
Móttaka sjötta Grænfána Landverndar og staðfesting þess efnis að Akrasel er viðurkenndur UNESCO leikskóli sá fyrsti á Íslandi.
Á sumarhátíð Akrasels þann 25. maí næstkomandi, þar sem við bjóðum börnum og foreldrum í opið hús frá kl. 14.00-16.00 mun afhending fara fram. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri munu koma í Akrasel og taka þátt í athöfninni með okkur.
19.05.2022
Útskriftaferð Bergs var farin þriðjudaginn 17. maí. Þau eyddu deginum í æðislegu veðri í skálanum í Skorradal.
04.05.2022
Við á Akrasel erum byrjuð á ýmsum vorverkum og finnst börnunum skemmtilegt að fá að hjálpa við hin ýmsu verk. Anney leikskólastjóri byrjaði að stinga upp blómabeðið fyrir utan Tjörn og í leiðinni var grindverkið við blómabeðið tekið niður. En það á að laga. Börnin voru ekki lengi að koma og hjálpa henni.
Hérna eru nokkrar myndir frá því þegar Lindir hjálpuðu til við vinnuna um morguninn. Eftir hádegið þá hjálpuðu börnin á Hömrum Anney og kennurunum.
02.05.2022
Eftir að við á Akraseli fengum skýrsluna frá Menntamálastofnun um Ytra mat á Leikskólanum þó fór starfsfólk og stjórnendur í að vinna að umbótaráætlun.
Hluti af starfsmannadegi og starfsmannafundur var notaður í þessa vinnu. Þannig höfðu allir starfsmenn möguleika á að koma með lausnir, hugmyndir og athugasemdir.