UNESCO

Leikskólinn Akrasel er UNESCO leikskóli, hluti af því verkefni er að velja og vinna með nokkra Alþjóðadaga Sameinuðu þjóðanna. Við byrjuðum í fyrra vetur að vinna markvisst með 4 daga en þeir eru;

  • 11.desember Alþjóðadagur fjalla,
  • 3.mars Alþjóðadagur dýralífs
  • 21.mars Alþjóðadagur skóga og trjáa
  • 15.maí Alþjóðadagur fjölskyldunnar

Í vetur bætum við við Alþjóða góðgerðadeginum sem er 3.september. á þeim degi og þeirri viku ræðum við um hvað er að gera góðverk. Þá ræðum við líka um það sem við erum að gera gott eins og kosta Moies til náms en það er drengur frá Fílabeinsströndinni. Hann á afmæli 16.nóvember sem er “Dagur íslenskra tungu” þann dag er foreldrum elstu barnanna boðið í samverustund í leikskólanum þar sem þeim m.a. býðst að kaupa listaverk eftir börnin en ágóðin rennur til Moies.

Við erum einnig að safna dósaflipum af áldósum en þessir litlu flipara eru gerðir úr sterkri málblöndum og þá er hægt að nota í málbræðslu. Í Danmörku hefu í nokkur ár verið safnað fyrir stoðtækjum handa fólki sem misst hefur útlimi. Verkefnið er fjármagnað með skilagjaldi af flipum sem safnast haf í “Dósaflipaverkefninu” (Project Daseringe, sjá hlekk hér að neðan).

Í Asíu og sérstaklega Taílandi er fátækt mikil og algengt er að fólk fái ekki læknisþjónustu vegna sykursýki og slöngubita. Það þýðir að margir verða fyrir því að missa útlimi, fót eða fætur af þeim sökum.

https://daaseringe.dk/

Við getum hjálpað og það er ekkert mál, leyfið börnunum ykkar að koma með dósaflipana sem falla til á heimilinu og við í Akraseli komum þeim í réttar hendur.