Þorri og Þura eru orðin góðkunningjar okkar hér í Akraseli, þar sem þau komu til okkar í þriðja skiptið í ár. Þau gleðja börnin með sögunum sínum, söngvum og skemmtilegri framkomu. Þau halda með börnunum jólaball, þar sem þau stýra dansi og söng með miklum undirtektum. Í lok dansins kalla þau svo á jólasveininn, Giljagaur sem splæsir safaríkum og bragðgóðum mandarínum á öll börnin. Fyrir þá sem ekki vita er Þura álfur og Þorri hálfur álfur og hálft tröll. Þau eru litfögur og geislandi og kynda vel upp í jólaandanum.