Í tilefni af 10 ára afmæli leikskólans var boðið upp á leikrit fyrir börnin.
Þann 20. desember komu þau til okkar Sigga og Skessan í fjallinu. Þær voru í óða önn að undirbúa jólin þegar mikill snjóbylur brast á og ófært var um allar sveitir. Þegar kom í ljós að enn áttu jólapakkar eftir að skila sér frá póstinum ákvað Skessan að hjálpa til við að koma pökkunum á áfangastað. Falleg saga með góðan boðskap.