Læsisstefna leikskóla Akraneskaupstaðar hefur litið dagsins ljós, en það er afrakstur þróunnarverkefnis leikskólanna sem hófst haustið 2017 til 2020. Verkefnahópurinn saman stóð af aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjórum leikskólanna en í hópnum eru Guðrún Bragadóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Íris Guðrún Sigurðardóttir / Valdís Sigurðardóttir og Vilborg Valgeirsdóttir.
Læsisstefnan saman stendur af tveim heftum handbók fyrir kennara og handbók fyrir foreldra. Við höfum látið útbúa plaköt og ísskápasegla en á þeim eru QR _x0013_ kóði sem vísar beint inná Læsisstefnuna.
Plakötin verða hengd upp í dag fyrir framan deildarnar og í fataherbergjunum, en ísskápaseglarnir verða settir í hólf barnanna.
Það er miklvægt að við vinnum saman að eflingu málþroska barnanna okkar og vonum við að með læssisstefnunni séu þið komin með gott verkfæri í hendurnar.