Jógavika í Akraseli

Lækur/Berg

Jógavikan í Akraseli var vikuna 14.-18. apríl og voru elstu börnin á Bergi og yngstu börnin á Læk saman í jógatímum. Þetta voru notalegar stundir þar sem eldri voru sett í smá ábyrgðarhlutverk að hjálpa og sýna yngri krökkunum. Við höfðum vináttuna, kærleik og hjálpsemi að megin markmiði sem er einmitt mjög mikilvægir þættir í jóga. Eldri börnin komu svo í heimsóknir á Læk í jóga samverur sem voru á léttu nótunum og sungnar nokkrar vel valdar möntrur. Skemmtilegt að sjá hvað yngstu börnin voru glöð að fá eldri í heimsóknir og eldri krakkarnir voru einstaklega kurteis og hjálpsöm. Ávinningurinn á þessari samvinnu er að elstu börnin hafa verið að óska eftir því að koma í heimsóknir á Læk og þar er tekið vel á móti þessum heimsóknum.

      

 

 

Tjörn/Gljúfur

Jógavikan á Gljúfri og Tjörn gekk rosalega vel. Við höfðum vináttu, kærleik og hjálpsemi að leiðarljósi. Ella og Rós skiptu börnunum á Gljúfri og Tjörn í átta hópa og fóru 4 hópar í jóga á mánudeginum og miðvikudeginum og hinir fjórir á þriðjudeginum og fimmtudeginum. Þau börn sem fóru ekki í jóga fóru út kl. 9.30 þegar jógað byrjaði. Löng útivera á fjóra hópa og stutt á fjóra. 

Á föstudeginum var börnunum skipt í tvo hópa. Annar hópurinn byrjaði kl. 09.00 inni á Gljúfri, þar var frjáls leikur og jóga.  Hinn hópurinn var inni á Tjörn en þar var unnið með myndlist. Búið var að gera tvö stór hjörtu sem börnin settu síðan handafarið sitt á. Þessi hjörtu tákna vináttu milli þessara tveggja deilda og eru hjörtun upp á vegg á Tjörn og Gljúfri.   Klukkan 10.00 fór hópurinn á Gljúfri yfir á Tjörn og öfugt.

Það var æðislegt að fylgjast með börnunum þessa vikuna og hve stolt þau voru af fallegu vinahjörtunum sem þau gerðu sjálf. 

  

 

  

 

Mýri/Klettur

Það var mjög gaman hjá okkur að blanda saman deildunum og vera saman í jóga undir stjórn Sylvíu frá Mýri og Kiddu frá Klett. Þetta urðu 4 hópar hjá okkur, frá 8 – 12 börn í hóp.

Við æfðum m.a. öndun og talningu með fingrum, tókum nokkrar jógastöður þ.á.m. samloku, ljón og hundinn. Mantran“ I am happy“ fékk að hljóma og við gerðum handahreyfingar með. Við enduðum á að leggjast niður og slaka á og Sylvía og Kidda gáfu börnunum smávegis tásunudd.

Allir höfðu gaman af