Foreldranámskeiðið Tengjumst í leik (e. Invest in Play)

Tengjumst í leik (e. Invest in play) er námskeið fyrir foreldra og forráðamenn barna þar sem áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik. Á námskeiðinu er foreldrum kenndar áhrifaríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi í uppeldishlutverkinu, ásamt því að stuðla að bættri núvitund og draga úr streitu, auka sjálfstjórn og skilning á eigin þörfum sem og þörfum barna sinna.
Markmið námskeiðsins er að valdefla foreldra í uppeldishlutverki sínu og efla um leið þjónustu við börn og foreldra. Á Akranesi verður foreldrum barna fædd árið 2019 fyrst boðið að sækja námskeiðið. 

Námskeiðið er 12 vikur, og hefst 10. september, þar sem kennt er vikulega á þriðjudögum í tvær klst. í senn, frá 15:00-17:00.
Akraneskaupstaður er fyrsta sveitafélagið til þess að bjóða foreldrum leikskólabarna upp á námskeið án endurgjalds.

Meira um námskeiðið og skráningu má sjá hér. En einnig er hægt að senda fyrirspurnir á Rós á netfangið ros@akrasel.is