Farsæld barna á Akranesi
Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 - 18 ára aldurs. Öll börn eiga að njóta sömu réttinda án tillits til aldurs, kynþáttar, kynferðis, trúar, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna.
Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni.
Sá sem veitir farsældarþjónustu kallast þjónustuveitandi - Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.
Farsældarþjónusta tekur til allra kerfa sem veita börnum þjónustu, hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.
Farsæld barns eru þær aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á sínum eigin forsendum til framtíðar.
Þjónusta í þágu farsældar barna er veitt á þremur þjónustustigum:
Það þarf þorp til að ala upp barn
Farsældarlögin boða breytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur. Þeir sem koma að þjónustu við barn á einn eða annan hátt, eiga að fylgjast með velferð og farsæld barnsins, meta þörf þess fyrir þjónustu og bregðast við á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
Þjónstuveitendum ber að hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónustan sé samfelld og samþætt , þ.e.a.s. að allir séu að vinna saman og að sameiginlegum markmiðum til að tryggja farsæld og velferð barns.
Samvinna, sameiginleg markmið og snemmtækur stuðningur eru lykilatriði!
Akraneskaupstaður hefur hafið innleiðingu farsældarlaga og boðar breytt verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur á Akranesi.
Helstu breytingar sem ný lög boða:
Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins:
Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.
Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd.
Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf en tengiliður gerir og leiða samþættingu þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi.
Málstjóri í samþættri þjónustu leiði stuðningsteymi.
Stuðningsteymi er vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita barni almenna þjónustu eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir stuðningsáætlun og fylgir henni eftir.
Stuðningsáætlun er einstaklingsbundin áætlun um samþætta þjónustu í þágu farsældar barns.
Farsæld barna varðar okkur öll – með samþættri þjónustu og sameiginlegum markmiðum bætum við farsæld barna á Akranesi til framtíðar.