Erasmus+ verkefnið Busy bee
Leikskólinn Akrasel tekur nú þátt í Erasmus+ verkefni með Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Svíþjóð. Anney, Hanna og Rós fóru til Eistlands í desember sl. þar sem lagðar voru línur fyrir vinnu í þessu verkefni. Verkefnið heitir Busy bee og gengur út á umhverfismennt. Verkefni sem þessi gefa okkur kennurunum mikið, við lærum alltaf eitthvað nýtt í hverrri ferð og það er líka lærdómsríkt og gefandi að vera gestgjafi í verkefni eins og þessu. Fram að næstu heimsókn sem verður í apríl nk. í Litháen ætlum við að vinna með verkefni tengd veðurfari, forsáðningu og að fylgjast með trjám. Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með framgangi mála.