6. febrúar ár hvert er dagur leikskólans. Í ár lenti dagurinn í rauðri viðvörun og var því ákveðið að fresta fögnuðnum um einn dag og héldum við hátíðlega upp á daginn í dag 7. febrúar. Í leikskólanum var regnbogadagur þar sem hver deild fékk úthlutaðann lit og mætti í fötum í stíl við hann. Allir í leikskólanum höfðu búið til einhverskonar hljóðfæri sem við spiluðum á í söngsal og skelltum okkur svo í skrúðgöngu í kringum leikskólann.
Skemmtilegur dagur á Akraseli.