Haldið var upp á dag íslenskrar tungu á Hömrum fimmtudaginn 16. nóvember.
Börnin buðu foreldrum sínum í kaffi, kakó og piparkökur inni á sinni deild. Eftir að allir höfðu fengið sér kaffi /kakó og piparkökur var haldið út í skeifu og þar sungu öll börnin á Hömrum fyrir foreldra sína fjögur lög.
Börnin sungu eftirfarandi lög:
Á íslensku má alltaf finna svar
Ljúfa Anna
Umhverfissáttmálinn (lag leikskólans)
Geimlagið
Börnin öll stóðu sig eins og hetjur og sungu stolt fyrir foreldra sína og aðra ættingja