8.nóvember er árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum.
Einelti er ámælisverð og síendurtekin hegðum sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna þeim sem hegðunin beinist að. Því miður verða allt of mörg börn og fullorðnir fyrir einelti sem veldur þeim vanlíðan og skaða. Í dag er minnt á að vinna þarf gegn einelti og öðru ofbeldi alla daga.
Við í Akraseli vinnu með verkefnið Vinátta á vegum Barnaheilla. Bangsinn Blær hjálpar okkur en hann er táknmynd vináttunnar – sameiginlegur vinur allra barnanna og miðpunkturinn í að byggja upp velferð og samhygð í barnahópnum. Blær minnir börnin á að gæta hvers annars vel og vera góður félagi. Einnig hjálpar Blær til við ýmis verkefni, hann faðmar, gleður og huggar börnin.
Þessa vikuna er vinavika í Akraseli en þá er vináttuþema á milli deilda á Hömrum og Lindum.
Munum að sýna öllum virðingu og vinsemd.