Alþjóðadagur fjalla var miðvikudaginn 11.desember en sá dagur er einn af þeim dögum sem við í Akraseli völdum í tengslum við UNESCO vinnuna okkar.
Öll börnin Hamramegin í húsinu það er að segja börnin á Kletti, Gljúfri og Bergi skoðuð fjöllin í kringum Akranes en þegar þau fara í ævintýraferðirnar sínar upp í skógrækt horfa þau á Akrafjallið. Þau hafa því séð það í sumar, vetur, vor og haust búningnum. Börnin gerðu mynd af fjalli með því að nota klessu lit og vatnsmálingu. Síðan voru þrjú markmið Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna tengd við en það voru ;
2. Öll börn eru jöfn; Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.
12.Virðing fyrir skoðunum barna; Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.
24.Heilsuvernd, vatn, matur, umhverfi; Börn eiga rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, hreinu drykkjarvatni, hollum mat og hreinu og öruggu umhverfi. Allir eiga að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að lifa öruggu og heilbrigðu lífi.