Alþjóða vika

Vikan 23. til 27.september var Alþjóða vika í Akraseli. Samstarfsverkefni Akrasels á alþjóðavísu hafa stuðlað að alþjóðaviku ár hvert. Meðal verkefna í alþjóðaviku er að skoða ólíka menningu, borða framandi mat, læra ólíka þjóðdansa, skoða og búa til þjóðfána ýmissa landa og skoða heimskortið.

Í ár var umræða um ólíka menningarheima, matseðill vikunar var með alþjóðlegu sniði en við erum svo heppi að hafa nokkra starfsmenn frá ólíkum löndum.

Börnin á Hömrum gerðu hnöttinn og öll börnin í leikskólunum gerðu handarfar og límdu í kingum hnöttinn. Í lokin voru þjóðfánar barnanna límdir í handaför þeirra.