WOW ráðstefna í Búlgaríu

Við fórum fjórir starfsmenn til Búlgaríu á ráðstefnu á vegum Evrópusambandsins (Erasmus+). Þemað ráðstefnunnar var endurnýtingu (Reduce). Þátttakendur ráðstefnunnar frá Akrasel  voru: Ella Þóra Jónsdóttir, Anney Ágústsdóttir, Jóhanna Sveinbjörnsdóttir og Agnes Ásgeirsdóttir.

Í þessu samastarfsverkefni eru ásamt okkur á Akrasel, Noregur, Búlgaría, Tyrkland, Pólland, Grikkland og Ítalía.

Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona ferð og sjá hvernig aðrar þjóðir haga sínu leikskólastarfi. Leikskólastarfið á Íslandi og Noregi er mjög svipað en það er aðeins öðruvísi í hinum löndunum fimm. Þessi ferð var einstaklega þroskandi og í svona ferðum þá er alltaf eitthvað sem við getum tekið með okkur heim.

Í Kalina Malina var síðasti dagur þeirra barna sem voru á leið í grunnskóla þriðjudaginn 30.maí. Þau börn sem eru fædd 2014 hefja grunnskólagöngu sína í haust. Okkur fannst líka mjög áhugavert að í leikskólanum voru rúm/kojur á öllum deildum en þarna fara öll börnin í hvíld frá kl. 12.30 til kl. 15.00. 

Það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í svona starfi og vinna að skemmtilegum verkefnum út frá starfinu. 

   

   

  +