Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn. En það voru kátir krakkar úr Brekkubæjarskóla en þau eru um þessar mundir að setja upp leikritið Leitin sem verður sýnt í Bíóhöllinni næstu daga. Við fengum að sjá brot úr sýningunni við góðar undirtektir viðstaddra.