Föstudaginn 16.12 var rauður dagur hjá okkur í Akraseli og þá máttu börn og starfsfólk mæta í einhverju rauðu.
Leiksýningin Strákurinn sem týndi jólunum var kl.14:00 og var sýningin um það bil 30 mínútur. Eftir sýninguna var jólaball og komu jólasveinar í heimsókn við mikinn fögnuð barnanna. Eftir ballið gengu jólasveinarnir inn á allar deildir og færðu börnunum mandarínur. Hérna koma nokkrar myndir frá rauða deginum.