Menntamálastofnun í samstarfi við Lionshreyfinguna hefur ákveðið að færa öllum leikskólum landsins gjafapakka sem inniheldur læsishvetjandi námsefni fyrir börn á leikskólaaldri. Í þjóðarsáttmála er lögð áhersla á að efla læsi hjá 2-16 ára börnum og er námsefnið liður í að styðja við leikskóla til að vinna að undirstöðuþáttum læsis.
Þriðjudaginn 3. október 2018 fékk Akrasel þennan veglega pakka til að nota með börnunum í leik og starfi. Á myndinni má sjá Anney leikskólastjóra taka við gjafapakkanum frá fulltrúum Lionshreyfingarinnar Eðnu.