Fatnaður

Við förum stundum út tvisvar á dag í allskyns veðri og vindum, því er gott fyrir foreldra barna í Akraseli að hafa eftirfarandi í huga:

  • Klæðnaður barnanna þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega.
  • Merkja skal föt barnanna á greinilegan hátt.
  • Það er gott að yfirfara útifötin reglulega, sjá til þess að þau eru heil.
  • Mikilvægt er að fötin séu þægileg og hefti ekki hreyfingar barnanna.
  • Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað meðferðis í leikskólann. Aukafötin eru geymd í glærum plastkössum í hólfum barnanna. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að fylgjast vel með og fylla á kassann eftir þörfum.
  • Vinsamlega að tæma hólf barnsins í vikulok.
© 2016 - 2020 Karellen