news

Dagur leikskólans

06. 02. 2019

Í tilefni af Degi leikskólans sem haldin er hátíðlegur um allt land var blásið til Ritlistarsamkeppni leikskólabarna og að sjálfsögðu tóku börnin í Akraseli þátt í því.

Þessi samkeppni er liður í verkefni sem Kennarasamband Íslands hratt af stað á Alþjóðadegi kennara s.l. haust.

Verkefnið er að ,,yrkja á íslensku". Í dómnefnd skipuðu Haraldur Freyr Gíslason, Sigrún Birna Björnsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Á annað hundrað ljóð bárust í samkeppnina og verðlaun voru veitt fyrir þrjú bestu.

Leikskólinn Akrasel hlaut 3. verðlaun fyrir ljóðið ,,Ævintýri" eftir Maciej, Arnlaugu Fanney, Helgu Katrínu, Kötlu Sól og Indíönu Ölbu.

Umsögn dómnefndar: ,,Mjög glaðlegt og leitandi ljóð með æsispennandi endi sem skilur lesandann eftir hugsi og skapar eftirvæntingu um að enn meira fjör sé í vændum".

Hér má sjá ljóðið Ævintýrí

Þeir sem vilja sjá meira þá kíkið á þessa frétt hér

© 2016 - 2019 Karellen