Foreldrafélag Akrasels

Í 10. grein laga um leikskóla (sjá nánar hér) kemur fram að leikskólastjóri skuli stuðla að samstarfi milli foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að leiðarljósi.

Í foreldrafélagi leikskólans eru allir foreldrar barnanna í leikskólanum.

Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra og starfsfólks, auka þátttöku foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Foreldrafélagið innheimtir Krakkasjóð til að fjármagna skemmtanir og viðburði á vegum félagsins. Foreldrafundur er haldinn einu sinni á ári með foreldrum nýrra barna. Þar kynnir leikskólastjóri leikskólann og fer yfir aðlögunartímann. Foreldrafélagið innheimtir í Krakkastjóð 3.000 krónur á heimili auk innheimtukostnaðar.

© 2016 - 2020 Karellen